„Frábær tilfinning“

Thierry Omeyer.
Thierry Omeyer. AFP

Við spiluðum frábært mót,“ sagði franski markvörðurinn Thierry Omeyer eftir að Frakkar voru krýndir heimsmeistarar í fimmta sinn eftir sigur á Katar í úrslitaleik á HM karla í handknattleik í Doha í kvöld.

Omeyer var þar með að vinna heimsmeistaratitilinn í fjórða sinn en þessi 38 ára gamli markvörður var valinn besti maður heimsmeistaramótsins.

„Þetta er auðvitað frábær tilfinning. Við erum með ákaflega sterkt lið og því eru margir sigurvegarar. Það er mikil gleði í okkar herbúðum. Við settum okkur það markmið að vinna titilinn og það tókst,“ sagði Omeyer en Frakkar urðu síðast heimsmeistarar í Svíþjóð árið 2011.

Frakkar unnu átta leiki og gerðu eitt jafntefli í keppninni en Íslendingar náðu jafntefli á móti Íslendingum í riðlakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert