Handhafar allra stóru titlanna

Heimsmeistarar Frakka fagna sigrinum á landsliði Katar í úrslitaleik heimsmeistaramótsins …
Heimsmeistarar Frakka fagna sigrinum á landsliði Katar í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handknattleik í dag. AFP

Franska landsliðið í handknattleik karla er nú handhafi allra þriggja stóru titlanna í handbolta í annað sinn í sögunni eftir að liðið vann Katar í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Katar í dag, 25:22. 

Frakkar bættu þar með heimsmeistaratitlinum við safnið en þeir urðu Evrópumeistarar fyrir ári og ólympíumeistarar 2012.

Þetta er í annað sinn sem Frakkar eru handhafar allra titlanna í handbolta karla. Árið 2011 varð liðið heimsmeistari, hafði árið áður unnið Evrópumeistaramótið og þremur árum áður sigrað íslenska landsliðið í úrslitaleik handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins frá 2001, er því örugglega komin í hóp allra sigursælustu landsliðsþjálfara sögunnar. 

Þetta var jafnframt enn einn sigurleikur Frakka á stórmóti frá því að sigurganga þeirra hófst á HM í Reykjavík 1995 þegar þeir unnu í fyrsta sinn stóran titil í handknattleik karla. Um leið var sigurinn í dag sá þriðji hjá Frökkum á gestgjöfum í úrslitaleik á stórmóts, þar af annar sigurinn í röð en Frakkar skelltu Dönum á EM í Danmörku fyrir ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert