Omeyer valinn bestur - úrvalsliðið klárt

Omeyer lyftir bikarnum á loft í Doha í kvöld.
Omeyer lyftir bikarnum á loft í Doha í kvöld. AFP

Thierry Omeyer, markvörður heimsmeistara Frakka, var valinn besti leikmaðurinn á HM sem lauk í Katar í dag.

Sérstök dómnefnd Alþjóðahandknattleikssambandsins stóð fyrir vali á liði keppninnar og leikmanni mótsins og það lítur svona út:

Markvörður: Thierry Omeyer (Frakklandi)

Vinstri hornamaður:  Valero Rivera (Spáni)

Skytta vinstra megin: Rafael Capote (Katar)

Leikstjórnandi: Nikola Karabatic (Frakklandi)

Skytta hægra megin: Zarko Markovic (Katar)

Hægri hornamaður: Dragan Gajic (Slóveníu )

Línumaður: Bartosz Jurecki (Póllandi)

Besti leikmaðurinn: Thierry Omeyer (Frakklandi)

Thierry Omeyer fagnar heimsmeistaratitlinum.
Thierry Omeyer fagnar heimsmeistaratitlinum. EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert