Frakkar ekki í vandræðum með Brasilíu

Valentin Porte skoraði sex mörk.
Valentin Porte skoraði sex mörk. AFP

Heimamenn í Frakklandi áttu ekki í nokkrum vandræðum með Brasilíu í opnunarleik heimsmeistaramótsins í handbolta, 31:16 urðu lokatölur fyrir framan 15.000 áhorfendur. 

Flestir bjuggust við öruggum sigri Frakka sem varð raunin en staðan var orðin 7:2 snemma leiks og í raun ekki spurning hvoru hvort liðið myndi vinna leikinn. 

Í hálfleik var staðan 17:7 og að lokum munaði 15 mörkum á liðunum.  

Markaskorun Frakka dreifðist mikið en Valentin Porte skoraði mest allra eða sex mörk. Adrien Dipanda, Michael Guigou, Nikola Karabatic, Daniel Narcisse og Guy Niokas skoruðu svo þrjú mörk hver. 

Jose Toledo var markahæstur Brasilíumanna með fimm mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert