„Ekki byrja á þessu!“

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. mbl.is/Golli

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, segist stoltur af íslenska liðinu eftir sex marka tap fyrir Spáni, 27:21, í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í Frakklandi.

Hann segir menn fljóta að gleyma hversu ógnarsterkt spænska liðið sé, sem er eitt af bestu liðum heims.

Í viðtali við RÚV í beinni útsendingu eftir leikinn var Guðjón Valur ekki sáttur þegar minnst var á hinn „gamla góða“ slæma kafla sem á að hafa einkennt íslenska liðið í gegnum tíðina.

„Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig! Þetta er dautt á þessari öld. En jæja, við skulum byrja – frábært. Slæmi kaflinn, hann drap okkur,“ sagði Guðjón Valur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert