Hvert mark gegn Angóla er dýrmætt

Íslendingar mæta Angóla í kvöld kl. 19.45.
Íslendingar mæta Angóla í kvöld kl. 19.45. AFP

Hvert mark í leik Íslands gegn Angóla á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Frakklandi í kvöld getur skipt sköpum í baráttunni um sæti í 16 liða úrslitum mótsins.

Þar sem leikur Íslands og Túnis á sunnudaginn endaði með jafntefli getur sú staða hæglega komið upp að liðin verði jöfn að stigum þegar upp verður staðið í riðlinum. Bæði með þrjú, fjögur eða fimm stig.

Í því tilfelli myndi markatala liðanna ráða hvort þeirra yrði ofar og það gæti um leið ráðið úrslitum um hvort þeirra kemst í 16 liða úrslit, eða hvort þeirra myndi ná þriðja sæti riðilsins.

Ísland er núna með tveggja marka forskot á Túnis, er með 7 mörk í mínus en Túnis 9 í mínus.

Ísland á eftir að mæta Angóla og Makedóníu í tveimur síðustu leikjunum en Túnis mætir Slóveníu í dag og Angóla í lokaumferðinni á fimmtudag. Staðan verður að sjálfsögðu mun skýrari eftir leikina í dag en það eina sem er öruggt er að þetta ræðst endanlega í síðustu umferðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert