„Kannski á Ísland meiri möguleika“

Alex Dujshebaev.
Alex Dujshebaev. AFP

Mbl.is hitti spænska landsliðsmanninn Alex Dujhshebaev eftir sigur Spánverja gegn Makedóníumönnum á HM í handknattleik í Metz í kvöld og innti hann álits á viðureign Íslendinga og Makedóníumanna sem mætast í lokaumferð riðlakeppninnar í Metz annað kvöld.

Það er meira í húfi fyrir íslenska liðið. Makedóníumenn eru þegar búnir að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum en Íslendingar verða að vinna leikinn og takist þeim það ná þeir þriðja sætinu af Makedóníumönnum. Tapi Íslendingar hins vegar leiknum liggur nokkuð ljóst fyrir að þeir hafa í keppnina um Forsetabikarinn því vænta má að Túnis vinni Angóla og skjótist þar með upp fyrir Íslendinga.

„Ég held að þetta geti orðið mjög góður og spennandi leikur og það kæmi mér ekki á óvart ef úrslitin réðust á lokasekúndunum. Ég á erfitt með því að spá því hvort liðið hafi betur en kannski á íslenska liðið eigi meiri möguleika þar sem Makedóníumennirnir fá lítinn tíma til hvíldar fyrir leikinn.

Bæði þessi lið eru góð og við lentum í miklum vandræðum með að spila sex á móti sjö gegn Makedóníumönnunum í fyrri hálfleik,“ sagði Duhjshebaev við mbl.is en hann sýndi góða takta í kvöld og skoraði fimm mörk úr sex skotum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert