Innistæða hjá nokkrum leikmönnum

Strákarnir okkar spila algjöran úrslitaleik í dag kl. 16.45.
Strákarnir okkar spila algjöran úrslitaleik í dag kl. 16.45. AFP

Örlög íslenska landsliðsins í handknattleik ráðast á HM í kvöld en þá mætir liðið Makedóníu í síðasta leik sínum í riðlakeppninni. Ísland þarf sigur til að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum.

Jafntefli gæti þó dugað en þá þyrftu Íslendingar að vera með betri markatölu en Túnisar að því gefnu að Túnis vinni Angóla í dag eins og fastlega má búast við. Túnisbúar þurfa að vinna þann leik með minnst sextán marka mun til að Íslandi nægi ekki jafnteflið til að vera fyrir ofan þá.

Tap gegn Makedóníu mun hins vegar verða til þess að Íslendingar taki þátt í Forsetabikarnum en í honum keppa þjóðirnar sem enda í tveimur neðstu sætunum í riðlunum fjórum. Nema Túnis nái ekki að vinna Angóla í leiknum á undan.

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að allt verði lagt í sölurnar í leiknum við Makedóníu í kvöld enda að duga eða drepast fyrir sína menn.

„Lið Makedóníu snýst mikið í kringum Kiril Lazarov en þeir eru með Manaskov í horninu, Stoilov sem er gríðarlega öflugur línumaður, Mirkolovski á miðjunni og þetta er reynt lið sem þeir hafa,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið í gær.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert