Framtíð Guðmundar ræðst ekki í dag

Guðmundur Guðmundsson er í skotlínu danskra fjölmiðla.
Guðmundur Guðmundsson er í skotlínu danskra fjölmiðla. AFP

Morten Stig Christensen, framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins, segir að ekki verði tekin nein ákvörðun í flýti um stöðu Guðmundar Guðmundssonar sem landsliðsþjálfara.

Sjá frétt mbl.is: „Vorum að sjá Guðmund í síðasta sinn“

Ólympíumeistararnir voru slegnir út úr 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins af Ungverjum í gær, og ber Guðmundur hitann og þungann af því. Samningur hans rennur út í sumar og hann verður ekki endurnýjaður, en kallað er eftir afsögn hans strax.

„Við förum alltaf yfir stöðuna með helstu mönnum eftir stórmót. Og þar sem það er langt í næstu leiki hjá okkur þá tökum við okkur tíma til þess að fara vel yfir stöðuna og komast yfir vonbrigðin. Það mun því ekkert gerast í dag [mánudag], en það er ljóst að Guðmundur er með samning fram á sumar,“ sagði Christensen.

Hann vildi ekki segja til um það hvort eftirmaður Guðmundar sem þegar hefur verið ráðinn, Nikolaj Jakobsen, geti tekið við strax. Hann segir að danska sambandið sé vissulega mjög svekkt yfir niðurstöðunni á HM.

„Við erum öll mjög vonsvikin og þetta setti mikið strik í reikninginn, þar sem við höfðum gert okkur miklar væntingar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert