Freista þess að halda HM að ári liðnu

Íshokkísamband Íslands vinnur að því að keppni í A-riðli 2. deildar HM karla í íshokkí fari fram á Íslandi á næsta ári.

Fulltrúi Íslands hefur talað máli sambandsins á mótinu sem lauk í Belgrad í gær en ákvörðun um hvar mótið verður haldið næst verður ekki tekin fyrr en í haust. Mikill hugur er í forsvarsmönnum íshokkísambandsins og landsliðsmönnum undir stjórn Tims Brithéns.

Í riðlinum á næsta ári leika, auk Íslands, Ástralía, Serbía, Belgía og Spánn, sem vann sig aftur upp úr B-riðli. Enn er óljóst hvert sjötta liðið verður, sem fellur úr 1. deildinni.

Skammt er síðan Ísland var síðast gestgjafi á HM karla en keppni í A-riðli 2. deildar fór þar fram fyrir tveimur árum og hafnaði Ísland í 4. sæti. Var góður rómur gerður að framkvæmd mótsins. Þá fór keppni í B-riðli 2. deildar kvenna fram í Reykjavík á dögunum og þótti takast vel til. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert