Esja efndi til markaveislu

Úr leik Esju og SR í kvöld.
Úr leik Esju og SR í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Esja átti ekki í neinum vandræðum með SR þegar liðin mættust í Hertz-deild karla í íshokkíi í kvöld. Úr varð algjör markasúpa þar sem Esja hafði betur 13:6.

Robbie Sigurðsson kom SR yfir strax eftir 25 sekúndur, en gleðin var skammvinn því Esja jafnaði strax fjórtán sekúndum seinna. Esja bætti fimm mörkum við áður en SR komst á blað á ný, en í kjölfarið fóru Esjumenn aftur á flug. Staðan að loknum öðrum leikhluta var 9:3 fyrir Esju.

Markaveislan hélt áfram í þriðja og síðasta leikhlutanum. SR komst aldrei nálægt Esjumönnum, minnkuðu muninn minnst niður í sex mörk 10:4 og 11:5, en Esja kláraði leikinn með stæl og vann með sjö marka mun 13:6. Alls skiptist markaskorunin milli tíu manna hjá Esju.

Esja er sem fyrr í toppsæti deildarinnar, nú með 29 stig, og er tólf stigum á undan SA sem komst upp í annað sætið fyrr í kvöld. SR er hins vegar á botninum með tíu stig.

Mörk Esju:

Matthías Sigurðsson 2
Pétur Maack 2
Konstantyn Sharapov 2
Egill Þormóðsson 1
Jón Óskarsson 1
Andri Guðlaugsson 1,
Björn Sigurðarson 1
Steindór Ingason 1
Ólafur Björnsson 1
Gunnlaugur Guðmundsson 1

Mörk SR:

Styrmir Maack 2
Sölvi Atlason 1
Oldrich Herman 1
Robbie Sigurðsson 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert