Hokkí er harður leikur

Begur fagnar með Ingþóri Árnasyni í kvöld.
Begur fagnar með Ingþóri Árnasyni í kvöld. mbl.is/Golli

„Við misstum þetta svolítið niður í lokin og fórum að gera klaufamistök. Það þýðir ekki að gera mistök á móti þessu liði, manni er refsað um leið,“ sagði Bergur Árni Einarsson, leikmaður Bjarnarins, eftir óvæntan 3:2-sigur á Esju í 3. umferð Hertz-deildarinnar í íshokkí í kvöld. 

Björninn komst í 3:0 en Esja minnkaði muninn í 3:2 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Hvernig leið Bergi þegar skammt var eftir og leikurinn spennandi? 

„Ég var smeykur en ef maður heldur haus kemur þetta. Mér fannst við vera að skauta meira en þeir og það skilar sér á endanum ef maður vinnur fyrir þessu.“

Einn leikmaður úr hvoru liði þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Var leikurinn of harður? 

„Þetta er alltaf hokkí og hokkí er svona, við viljum ekki að þetta sé „soft“. Hokkí er harður leikur og svona á þetta að vera en auðvitað er leiðinlegt að menn meiðast, en það gerist.“

Ætlar Björninn að veita Esju keppni um Íslandsmeistaratitilinn? 

„Við reynum það, þetta fer svolítið eftir dagsforminu hvernig þetta spilast. Við erum að styrkja okkur mikið og vonandi verður þetta jöfn deild,“ sagði Bergur að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert