Snorri tekur skref upp á við í Svíþjóð

Snorri Sigurbergsson.
Snorri Sigurbergsson. mbl.is/Þórir Ó. Tryggvason

Snorri Sigurbergsson, landsliðsmarkvörður í íshokkí, hefur samið við nýtt lið í Svíþjóð fyrir komandi tímabil.

Snorri hefur samið við lið Spånga sem spilar í 2. deild, sem er fjórða efsta deild þar í landi, en hann spilaði áður með liði Norrtälje í 3. deild eða í þeirri fimmtu efstu.

Snorri hefur áður spilað með liði Moss í 2. deild í Noregi og HC Liljan og Mölndal í 3. deildinni í Svíþjóð svo eitthvað sé nefnt, en hér á landi hefur hann spilað með Birninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert