Ynjur unnu toppslaginn örugglega

Ynjur eru ríkjandi Íslandsmeistarar.
Ynjur eru ríkjandi Íslandsmeistarar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ásynjur fengu Ynjur í hemsókn í Hertz-deild kvenna í íshokkí í kvöld. Svo fór að Ynjur unnu öruggan 7:3-sigur. Staðan var 1:0, Ynjum í vil, eftir 1. leikhluta og í öðrum leikhluta skildi leiðir. Ynjur skoruðu fimm mörk gegn einu í leikhlutanum og lögðu grunninn að sigrinum. 

Sunna og Silvía Björgvinsdætur skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Ynjur og Berglind Leifsdóttir eitt mark. Birna Baldursdóttir, Thelma Guðmundsdóttir og Jónína Guðbjartsdóttir skoruðu fyrir Ásynjur. 

Bæði lið hafa leikið sex leiki og eru Ynjur í toppsætinu með 15 stig, Ásynjur koma þar á eftir með 12 stig og Reykjavík er án stiga á botninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert