Íslandsmeistarar Njarðvíkingar lögðu Grindvíkinga 89:87 og tóku forystu í veinvígi liðanna í undanúrslitum Iceland Espress-deildarinnar í körfuknattleik. Staðan er 2:1 Njarðvík í vil en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin.
Njarðvíkingar voru yfir í hálfleik, 48:44, og þeir náðu mest 11 stiga forskoti í fjórða leikhluta en Grindvíkingar áttu góðan endasprett og náðu að hleypa mikilli spennu í leikinn á lokasekúndunum.
Brenton Birmingham var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 17 stig en Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur í liði Grindvíkinga með 28 stig. Fjórði leikur liðanna fer fram í Grindavík á mánudaginn.