NBA: Cleveland komið yfir gegn Detroit

LeBron James skorar sigurkörfuna í leiknum í nótt.
LeBron James skorar sigurkörfuna í leiknum í nótt. Reuters

Cleveland Cavaliers vann sigur á Detroit Pistons, 109:107, í tvíframlengdum leik liðanna í úrslitaviðureign Austurdeildar bandarísku NBA körfuboltadeildarinnar í nótt en leikurinn fór fram á heimavelli Detroit.

Hefur Cleveland nú náð yfirhöndinni, 3:2, í viðureign liðanna og þarf einn sigur í viðbót til að komast í úrslitaviðureign NBA gegn San Antonio Spurs. Næsti leikur verður á laugardagskvöld í Cleveland og sá sjöundi á mánudag í Detroit ef hann reynist nauðsynlegur.

LeBron James skoraði 48 stig fyrir Cleveland, þar af 29 af síðustu 30 stigum liðsins í leiknum. Zydrunas Ilgauskas var stigahæstur í liði Detroit með 16 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert