Haukar fögnuðu deildameistaratitlinum með tapi

María Lind Sigurðardóttir í leik gegn KR, en hún komst …
María Lind Sigurðardóttir í leik gegn KR, en hún komst ekki á blað í kvöld. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

Haukar töpuðu í kvöld fyrir Hamri í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik, 54:61. Þrátt fyrir tapið tóku Haukar á móti deildameistaratitlinum, enda höfðu þær tryggt sér hann fyrir leik liðanna í kvöld.

Haukar voru yfir í fyrstu tveimur leikhlutunum, en misstu síðan dampinn. Stigahæst Hauka var Monica Knight sem skoraði 15 stig, en Slavica Dimovska var með 13 stig. Hjá gestunum gerði Julia Demier 22 stig og La Kiste Barkus 21.

Með sigrinum er Hamar komið upp að hlið KR í A-riðli, með 20 stig, en Haukar eru enn langefstir með 34.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka