NBA - nótt

Spænsku bræðurnir Marc og Pau Gasol eigast við í leik …
Spænsku bræðurnir Marc og Pau Gasol eigast við í leik Memhis og LA Lakers. Reuters

Eftir tvo tapleiki á útivelli í röð tókst leikmönnum LA Lakers að snúa við blaðinu og vinna á heimavelli þegar þeir tóku á móti leikmönnum Memphis, 99:89, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers-liðið í leiknum þótt hann hafi nánast ekkert tekið þátt í fjórða leikhluta.

Leikmenn Memphis hafa ekki riðið feitum hesti frá útileikjum sínum á leiktíðinni og aðeins unnið þrjá þeirra en tapað 24. Þeim tókst hinsvegar lengi vel að halda í við Bryant og félagar, m.a. munaði aðeins þremur stigum í hálfleik, 54:51.

Pau Gasol sem mætti bróður sínum, Marc, í leiknum skoraði 13 stig fyrir Lakers og tók átta fráköst.  Derek Fisher var með 11 stig. 
Marc Gasol gerði hins vegar 17 stig fyrir Memhis og tók 14 fráköst.

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.  Úrslit þeirra voru þessi.

Charlotte - Chicago 96:80
Orlando - Phoenix 111:99
Detroit - Denver 100:95
Milwaukee - New Jersey 95:99
Minnesota - Golden State 94:118
Houston - Toronto107:97
Sacramento - Indiana 109:117
LA Lakers - Memphis 99:89

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert