KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla, Iceland Express deildinni í körfuknattleik í kvöld með því að sigra botnlið Skallagríms í Borgarnesi, 97:63. Þrír leikir voru á dagskrá í næst síðustu umferð deildarinnar. Grindavík átti ekki í vandræðum með lið Fsu, 107:85, og Keflavík sigraði Tindastól á Sauðárkróki 91:63.
Tölfræði úr leikjunum má nálgast á vef KKÍ.
Skallagrímur - KR 97:62
Landon Quick skoraði 23 stig fyrir Skallagrím og Igor Beljanski var með 21. Jakob Sigurðarson var stigahæstur í liði KR með 27 stig.
Tindastóll - Keflavík 63:91
Friðrik Hreinsson var stioghæstur í liði Tindastóls með 17 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur í liði Keflavíkur með 30 stig.
Grindavík - FSu 101:85
Nick Bradford var stighæstur í liði Grindavíkur með 20 stig og Arnar Freyr Jónsson skoraði 18 og gaf 9 stoðsendingar. Í liði FSu skoraði Sævar Sigurmundsson 25 stig og tók 9 fráköst en Árni Ragnarsson skoraði 22 stig og tók 14 fráköst.