Keflavík vann Njarðvík í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld, 104:92, en leikið var í Njarðvík. Var þetta annar sigur Keflvíkinga í einvíginu og eru þeir því komnir áfram í undanúrslit.
Keflvíkingar höfðu undirtökin frá byrjun leiks og létu forystu sína aldrei af hendi. Njarðvík náði mest að minnka muninn niður í tíu stig, en lengra komust þeir ekki og annað tap þeirra fyrir Keflavík staðreynd.
Stigahæstir Keflavíkur voru þeir Jesse Pellot-Rosa með 44 stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 20 stig.
Hjá Njarðvík var Logi Gunnarsson með 25 stig og Heath Sitton með 24 stig. Magnús Gunnarsson gerði 22 stig.
Gangur leiksins: 2:0, 2:3, 4:8, 9:12, 9;16, 14:23, 16:27, 18:33, 28:43, 30:50, 32:54, 34:58, 43:60, 52:65, 57:70, 59:73, 65:78, 73:83, 77:87, 84:93,