Cleveland jafnaði félagsmetið

LeBron James, hinn magnaði leikmaður Cleveland, brýtur sér leið að …
LeBron James, hinn magnaði leikmaður Cleveland, brýtur sér leið að körfum New Jersey í leiknum í nótt. Reuters

Cleveland Cavaliers jafnaði í nótt sinn besta árangur í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar liðið vann sinn 57. leik á tímabilinu, 96:88 gegn New Jersey Nets á útivelli. Cleveland á enn eftir 12 leiki í deildinni og því ljóst að um langbesta tímabil félagsins verður að ræða þegar upp verður staðið.

Áður hafði Cleveland náð 57 sigrum í 82 leikjum tímabilin 1988-89 og 1991-92. Þetta var jafnframt níundi sigur liðsins í röð og að vanda var LeBron James í aðalhlutverki. Hann skoraði 30 stig og tók 11 fráköst. Hjá New Jersey var Vince Carter í aðalhlutverki og skoraði 25 stig.

Houston komst á topp suðvesturriðilsins með því að sigra nágrannana í San Antonio á útivelli, 87:85 og þá skoraði Dwyane Wade 39 stig fyrir Miami sem vann góðan útisigur á Detroit.

Úrslitin í nótt:

Detroit - Miami 96:101
San Antonio - Houston 85:87
Toronto - LA Clippers 100:76
Minnesota - Oklahoma City 90:97
New Jersey - Cleveland 88:96
New Orleans - Golden State 99:89
Sacramento - Philadelphia 100:112

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka