Það þurfti þrjár framlengingar til þess að fá fram úrslit í sjötta leik Chicago Bulls og meistaraliðs Boston Celtics í NBA-deildinni í körfuknattleik. Chicago sigraði 128:127 og er staðan jöfn 3:3 fyrir oddaleikinn sem fram fer í Boston.
Ray Allen skoraði 51 stig fyrir Boston en hann skoraði 9 þriggja stiga körfur sem er met. Glen Davis skoraði 23 stig og Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston. Rajon Rondo leikstjórnandi Boston gaf 19 stoðsendingar í leiknum. John Salmons skoraði 35 stig fyrir Chicago og Derrick Rose skoraði 28 stig.
Oddaleikurinn fer fram á laugardag í Boston.
Orlando Magic tryggði sér sæti í undanúrslitum Austurdeildar með stórsigri gegn Philadelphia 76'ers, 114:89, á útivelli. Einvígið endaði 4:2 fyrir Orlando.