Snæfell lagði Tindastól að velli, 90:79, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í Stykkishólmi í kvöld, eftir að Sauðkrækingar voru með forystuna framí fjórða leikhluta.
Snæfell er komið með 12 stig eftir átta leiki og er í fjórða sæti deildarinnar. Tindastóll er með 4 stig eftir átta leiki og er í 9.-10. sætinu.
Snæfell - Tindastóll 90:79
13:15 (10 mín.), 15:22 (13.mín.), 19:30 (15.), 26:35 (18.), 32:43 (20.)
Hlynur Bæringsson og Pálmi Sigurgeirsson gerðu 8 stig hvor fyrir Snæfell í fyrri hálfleik. Amani Bin Daanish gerði 10 stig fyrir Tindastól, Svavar Birgisson 9 og Helgi Viggósson 9.
44:51 (24.), 49:58 (27.), 56:59 (29.), 59:59 (30.), 66:66 (34.), 74:71 (37.), 84:71 (38.), 90:79 (40.)
Pálmi Sigurgeirsson skoraði 26 stig fyrir Snæfell, Jón Ólafur Jónsson 20 og Hlynur Bæringsson 19. Svavar Birgisson gerði 22 stig fyrir Tindastól, Amani Bin Daanish 19 og Helgi Rafn Viggósson 18.