Lakers steinlá fyrir liði Jordans

Gerald Wallace, framherji Charlotte, reynir að komast framhjá Kobe Bryant …
Gerald Wallace, framherji Charlotte, reynir að komast framhjá Kobe Bryant í leiknum gegn Lakers í nótt. Reuters

Charlotte Bobcats vann í nótt sannfærandi sigur á meisturum LA Lakers, 98:83, í NBA-deildinni í körfuknattleik og leikmenn liðsins glöddu því örugglega væntanlegan eiganda, gömlu stjörnuna Michael Jordan. Cleveland, Orlando og Boston voru öll á sigurbraut í nótt.

Jordan samþykkti um síðustu helgi að kaupa lið Charlotte og sá þarna liðið sigra í fyrsata skipti. Stephen Jackson var í stóru hlutverki og skoraði 21 stig en Kobe Bryant gerði 26 stig fyrir Lakers og Pau Gasol tók 13 fráköst. Charlotte hefur gengið vel gegn Lakers og vann sinn 7. sigur í 12 viðureignum liðanna frá því lið Bobcats var stofnað.

LeBron James skoraði 40 stig fyrir Cleveland og tók 13 fráköst þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli, 99:92.

Kevin Garnett skoraði 22 stig fyrir Boston Celtics sem vann Philadelphia 76ers á útivelli. 96:86.

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas og tók 12 fráköst í sigri á Sacramento, 108:100.

Carmel Anthony skoraði 34 stig fyrir Denver Nuggets sem vann Indiana Paceres, 122:114.

Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Oklahoma City sem vann LA Clippers á útivelli, 104:87.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - LA Lakers 98:83
Cleveland - Detroit 99:92
Philadelphia - Boston 86:96
Toronto - New York 102:96
Washington - Milwaukee 74:102
Atlanta - Golden State 127:122
New Jersey - Orlando 87:97
Dallas - Sacramento 108:100
Denver - Indiana 122:114
San Antonio - New Orleans 102:91
LA Clippers - Oklahoma City 87:104

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert