Snæfell hafði betur

Hlynur Bæringsson og félagar hans í Snæfell leika við Grindavík.
Hlynur Bæringsson og félagar hans í Snæfell leika við Grindavík. mbl.is/Golli

Snæfell hafði betur, 95:94, í fyrsta leik liðsins við Grindavík í 8-liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfu í kvöld í æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Búið. Heimamönnum tókst ekki að skora

1,12 Örlítill tími eftir en Snæfell mistókst að taka boltann inn, misstu hann strax útaf og Grindavík fær boltann.

94:95 Spennan í hámarki en það er 1,75 sekúnda eftir og Snæfell er með boltann þannig að Hólmarar virðast ætla að hafa betur hér í fyrsta leik liðanna.

87:88 Gestirnir spila sterka svæðisvörn og heimamenn eiga engin svör við því. Þrjár mínútur eftir og steefnir í mikla baráttu þessar lokamínútur.

82:78 6,49 eftir og Snæfell búið að gera 8 stig í röð og heimamenn taka leikhlé til að ráða ráðum sínum. 3:14 skorið síðustu mínúturnar og því óvitlaust að taka leikhlé. Snæfell er að spila svæðisvörn núna með góðum árangri.

76:64 Góður sprettur hjá heimamnnum um miðbik leikhlutans kom þeim í góða stöðu, 71:59 og það er nokkuð ljóst að síðasti leikhluti verður góur. Flake er kominn með fjórar villur hjá heimamönnum.

63:57 Snæfell tekur leikhlé þegar 3,51 er eftir af þriðja leikhluta. Grindvíkingar hafa nú gert 8 stig gegn tveimur á síðustu mínútum.

51:50 Sama fjörið heldur áfram og nú eru Sigurður og Jón Ólafur komnir með fjórar villur og er það ekki gott mál fyrir gestina.

Brenton er með 14 stig fyrir Grindavík og Guðlaugur Eyjólfsson 8 en hjá Snæfelli er Hlynur með 10 stig og Sigurður Þorvaldsson 8. Hann og Jón Ólafur  eru með þrjár villur hvor.

42:40 Hálfleikur í mjög fjörugum og skemmtilegum leik. Fyrsti leikhluti reyndar fremur rólegur hvað varðar skor en miklu mun meiri keyrsla í öðrum leikhluta. 

30:33 Leikhléið virkaði vel hjá heimamönnum esm hafa nú keyrt upp hraðann í leiknum og hafa náð að koma sér inn í leikinn á nýjan leik. Mestu er þó um vert að liðið leikur nú af eðlilegri getur. Fimm mínútur til leikhlés.

15:25 Friðrik þjálfari óhress með sína menn og tekur leikhlé eftir 56 sekúndna leik í öðrum leikhluta. Eðlilegt því sókn heimamanna er langt frá því að vera eins og hún er eðlilega.

15:23 Fyrsti leikhluti á enda. Gestirnir úr Stykkishólmi hafa  komist betur inn í leikinn og ráða hraða hans en Grindvikingar ná ekki þeim hrað asem þeir vilja gjarnan leika á. Brenton með 10 stig fyrir Grindavík en Hlynur 8 hjá Snæfelli.

9:6 Fimm mínútur búnar, lítið skorað en varnir liðanna gríðarlega sterkar og menn aldrei lengra en nokkra sentimetra frá sínum manni.

Grindavík hafði betur í báðum leikjum liðanna í deildinni í vetur en Snæfell hafði hins vegar betur í bikarúrslitaleiknum. Bæði lið með alla sína bestu menn klára að sögn þjálfaranna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka