Áttundi sigur Phoenix í röð

Hörð átök í nótt þar sem Joakim Noah og Taj …
Hörð átök í nótt þar sem Joakim Noah og Taj Gibson hjá Chicago slást um boltann við Amar'e Stoudemire, leikmann Phoenix. Reuters

Phoenix Suns vann í nótt sinn áttunda sigur í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar liðið lagði Chicago Bulls á útivelli í Vindaborginni, 111:105.

Þar með komst Phoenix framúr Denver Nuggets í fjórða sætið í Vesturdeildinni, en liðið eru ásamt fleirum í harðri baráttu um sem besta stöðu þar áður en úrslitakeppnin hefst.

Jason Richardson skoraði 27 stig fyrir Phoenix, Steve  Nash 22 og Amar'e Stoudamire 21. Derrick Rose skoraði 23  stig fyrir Chicago og átti 10 stoðsendingar.

Úrslit í NBA-deildinni í nótt:

Indiana - Sacramento 102:95
Philadelphia - Oklahoma 93:111
Chicago - Phoenix 105:111
Milwaukee - LA Clippers 107:89
Houston - Washington 98:94

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka