Tony Parker fór á kostum lið San Antonio í nótt þegar það lagði Memphis eftir framlengdan leik, 112:106. Parker skoraði 37 stig og átti auk þessa níu stoðsendingar í leiknum. San Antonio hefur þar með unnuð 23 leiki en aðeins tapað þremur það sem af er leiktíðinni í NBA-deildinni í körfuknattleik.
San Antonio hefur besta vinningshlutfallið að öllum liðum deildarinnar.
Manu Ginobili skoraði 15 stig auk níu stoðsendinga og Tim Duncan skoraði 13 stig. O.J. Mayo skoraði 27 stig fyrri Memphis sem nú tapaði öðrum leik sínum í röð en þar á undan hafði liðið unnið fjórar viðureignir í röð.
Dwyane Wade tryggði Miami nauman sigur á Washington, 95:94, með tveimur stigum úr vítaköstum tæpum átta sekúndum fyrir leikslok. Þar með vann Miami sína tólftu viðureign í röð og virðist vera að komast á fínt skrið eftir erfiða byrjun í haust í deildinni.
LeBron James skoraði 32 stig fyrir Miami og tók að auki sex fráköst auk þess að „stela“ boltanum í sex skipti. Fyrrgreindur Wade skoraði 20 stig, þar af 12 í síðasta leikhlutanum.
Miami-liðið er nú aðeins tveimur sigrum frá því að jafna eigið með frá leiktíðinni 2004 til 2005 þegar það vann 14 leiki í röð.
Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt voru þessi:
Philadelphia - Orlando 97:89
New York - Cleveland 102:109
Utah - Milwaukee 95:86
Minnesota - Denver 113:115
Miami - Washington 95:94
LA Clippers - Chicago 100:99
Memphis - San Antonio 106: 112 - eftir framlengingu
Golden State - Portland 95:96