Siggi Þorsteins: Ætlum bara að vinna

Einvígi Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn hefst í kvöld í 8 liða úrslitum úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfubolta þegar liðin mætast í Grindavík klukkan 19.15. Þetta verður fyrsti leikur liðanna, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.

Sigurður Þorsteinsson leikmaður Grindavíkur er spenntur fyrir einvíginu og líst vel á mótherjana. „Mér líst mjög vel á þetta. Við unnum þá bæði í bikarnum og í öðrum leiknum í deildinni, þannig a' okkur líst bara vel á þá,“ segir Sigurður í samtali við mbl.is, en sagði þó að það skipti litlu máli hver mótherjinn væri. „Nei, í sjálfu sér skiptir það engu máli. Við ætlum bara að vinna.“

Sigurður segir það ekki skipta mestu máli hvort Grindavík nái að vinna 3:0, 3:1 eða 3:2, mestu skipti bara að fara áfram. „Það er bara sama gamla lumman - að við tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Sigurður.

Leikir Grindavíkur og Þórs í úrslitakeppninni
20. mars kl. 19.15, Grindavík - Þór Þ.
23. mars kl. 19.15, Þór Þ. - Grindavík
27. mars kl. 19.15, Grindavík - Þór Þ.
30. mars kl. 19.15, Þór Þ. - Grindavík (ef þarf)
3. apríl kl. 19.15, Grindavík - Þór Þ. (ef þarf)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert