Páll Óskar tróð upp í Hólminum

Allt ætlaði vitlaust að verða í troðfullu íþróttahúsinu í Stykkishólmi í kvöld þegar popparinn Páll Óskar Hjálmtýsson tróð upp rétt áður en þriðji úrslitaleikur Snæfells og Hauka hófst um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik. 

Páll tók eitt lag og mun skemmta aftur í leikhléi en stuðningsmenn beggja liða kunnu vel að meta þetta atriði eins og meðfylgjandi myndskeið mbl.is sýnir. 

Fyrir áhugafólk um ættfræði má geta þess að Páll Óskar er móðurbróðir Inga Þórs Steinþórssonar, þjálfara Snæfells. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert