„Verð stoltur þegar ég ranka við mér“

„Við erum hundsvekktir að ná ekki að gera meiri leik úr þessu í kvöld en raun bar vitni. Við hleyptum Grindvíkingunum eiginlega bara á þvílíkt flug í fyrsta leikhluta og náum í raun aldrei tökum á leiknum eftir það,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir að lið hans tapaði 120:95 fyrir Grindavík í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík er því úr leik í keppninni.

Leikurinn í kvöld var jafnframt síðasti leikur Njarðvíkur undir stjórn Einars Árna sem lætur nú af störfum sem þjálfari liðsins og Friðrik Ingi Rúnarsson tekur að öllum líkindum við stjórnartaumunum.

„Ég veit ég verð stoltur af árangri liðsins undir minni stjórn þegar ég ranka við mér eftir nokkra daga. Maður er svekktur í dag og verður áfram í einhverja daga. En að sjálfsögðu er ég ótrúlega stoltur af þessum drengjum sem hafa í rauninni sem hafa elst vel við þær raunir sem þeir hafa tekist á við á síðustu þremur árum og komið félaginu í þá stöðu að vera eitt af fjórum bestu liðum landsins,“ sagði Einar Árni meðal annars í viðtali við mbl.is eftir leikinn í kvöld.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert