Clippers lá heima

Blake Griffin hjá Clippers og Jermaine O'Neal hjá Warriors berjast …
Blake Griffin hjá Clippers og Jermaine O'Neal hjá Warriors berjast um boltann í leiknum í Los Angeles í kvöld. AFP

Leikmenn LA Clippers máttu sætta sig við tap á heimavelli fyrir Golden State Warriors í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld en leikið var á heimavelli velli Clippers. Lokatölur, 98:92, fyrir Warriors eftir að jafnt var í hálfleik, 52:52.

Leikmenn Golden State Warriors réðu ferðinni í þriða leikhluta og unnu hann með átta stiga mun sem lagði grunn að sigri þeirra í leiknum.

Chris Paul og JJ Redick skoruðu 22 stig hvor fyrir Clippers og DeAndre Jordan tók 14 fráköst. 

Klay Tompson skoraði 21 stig fyrir lið Warriors og David Lee kom næstur með 16 stig og 11 fráköst.

Clippers hafnaði í þriðja sæti Vesturdeildarinnar en Golden State í sjötta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert