Vill á spjöld sögunnar

Ómar Örn Sævarsson.
Ómar Örn Sævarsson. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Ómar Örn Sævarsson er einn lykilmanna í liði Grindavíkur sem er komið í úrslit Íslandsmóts karla í körfubolta gegn KR.

Ómar skoraði 19 stig og tók 12 fráköst þegar Grindavík burstaði Njarðvík, 120:95, í oddaleik liðanna í undanúrslitum í Röstinni á skírdagskvöld.

Grindvíkingar áttu algjöran draumaleik þegar þeir lögðu Njarðvíkinga. „Það var eiginlega ömurlegt að vera sóknarfrákastari í þessu liði í þessum leik, því við klikkuðum varla á skotum. Það gekk eiginlega allt upp í leiknum,“ sagði Ómar þegar Morgunblaðið ræddi við hann í fyrrakvöld í Grindavík.

Sjá viðtal við Ómar Örn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert