Fyrrverandi landsliðsþjálfari söðlar um

Peters Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfari, tekur við þjálfun LF Bakset í …
Peters Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfari, tekur við þjálfun LF Bakset í sænsku úrvalsdeildinni eftir sex ár hjá Sundsvall. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Peter Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í körfuknattleik karla, hefur verið ráðinn þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins LF Basket í Luleå. Öqvist hætti fyrir skemmstu sem þjálfari Sundsvall Dragons eftir að liðið féll úr keppni í 8-liða úrslitum um meistaratitilinn í Svíþjóð.

Öqvist hafði þjálfað Sundsvall frá árinu 2008 og góðum árangri og m.a. gert það að sænskum meisturum 2009 og 2011.  Þrír íslenskir körfuknattleiksmenn léku undir stjórn á síðustu leiktíð hjá Sundsvall, Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson og Ægir Þór Steinarsson. 

Öqvist sagði einnig lausu starfi sínu sem landsliðsþjálfari Íslands snemma árinu. 

LF Basket hafnaði í sjöunda sæti í deildinni og hyggur á uppbyggingu á næst árum undir stjórn Öqvists. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert