Þrettán afboðuðu sig fyrir leikina við Lúxemborg

Sigurður Þorvaldsson var kallaður inn í hópinn vegna mikilla forfalla.
Sigurður Þorvaldsson var kallaður inn í hópinn vegna mikilla forfalla. mbl.is/Ómar

Þjálfarar karlalandsliðs Íslands í körfuknattleik hafa valið 12 leikmenn sem halda til Lúxemborgar á morgun og leika tvo vináttulandsleiki við heimamenn fyrir undankeppni Evrópukeppninnar sem hefst í næsta mánuði. Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon fara ekki með liðinu.

Þeir Jón Arnór og Helgi Már munu mæta aftur til æfinga með liðinu við heimkomu en Ísland mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppninni og er fyrsti leikur hérlendis 10. ágúst gegn Bosníu.

Þjálfarar Íslands, undir forystu Kanadamannsins Craig Pedersen, völdu upphaflega 30 manns í æfingahóp en af þeim hafa hvorki fleiri né færri en 11 dregið sig alfarið úr hópnum, þar af 4 vegna meiðsla, auk þess sem Jón og Helgi fara ekki í vináttulandsleikina eins og áður segir. Samtals hafa því 13 afboðað sig frá því að upprunalegi hópurinn var valinn. Því var Sigurður Þorvaldsson úr Snæfelli kallaður inn í hópinn og er hann á meðal þeirra 12 sem fara til Lúxemborgar.

Lið Íslands gegn Lúxemborg:
Axel Kárason – Værlöse, Danmörk • Framherji • f. 1983 - 192 • 28 landsleikir
Elvar Már Friðriksson – Njarðvík • Bakvörður • f. 1994 • 182 cm • 4 landsleikir
Haukur Helgi Pálsson – Breogan, Spánn • Framherji • f. 1992 • 198 cm • 23 landsleikir
Hlynur Bæringsson – Sundsvall Dragons, Svíþjóð • Miðherji • 1982 • 200 cm • 73 landsleikir
Hörður Axel Vilhjálmsson – Valladolid, Spánn • Bakvörður • f. 1988 • 190 cm • 29 landsleikir
Logi Gunnarsson – Njarðvík • Bakvörður f. 1981 • 192 cm • 99 landsleikir
Martin Hermannsson – KR • Bakvörður • f. 1994 • 190 cm • 13 landsleikir
Ólafur Ólafsson - Grindavík • Framherji • f. 1990 • 194 cm • 6 landsleikir
Pavel Ermolinskij – KR • Bakvörður • f. 1987 • 202 cm • 38 landsleikir
Ragnar Ágúst Nathanaelson – Þór Þorlákshöfn • Miðherji • f. 1991 • 218 cm • 13 landsleikir
Sigurður Ágúst Þorvaldsson - Snæfell • Framherji • f. 1980 • 202 cm • 47 landsleikir
Sigurður Gunnar Þorsteinsson - Grindavík • Miðherji • f. 1988 • 204 cm • 38 landsleikir

Eftirtaldir leikmenn voru í æfingahópnum í upphafi en hlutu ekki náð fyrir augum þjálfaranna: 
Emil Barja, Haukum
Sveinbjörn Claessen, ÍR
Stefán Karel Torfason, Snæfelli
Tómas Heiðar Tómasson, Þór Þorlákshöfn
Birgir Björn Pétursson, Val
Matthías Orri Sigurðsson, ÍR

Eftirtaldir leikmenn gáfu ekki kost á sér í liðið:
Brynjar Þór Björnsson
Darri Hilmarsson (meiddur)
Finnur Atli Magnússon (meiddur)
Helgi Rafn Viggósson
Jakob Örn Sigurðarsson
Jóhann Árni Ólafsson
Kristófer Acox (meiddur)
Marvin Valdimarsson
Mirko Stefán Virijevic
Ómar Örn Sævarsson
Ægir Þór Steinarsson (meiddur)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert