Heimsveldið knésett á ný

Íslenska liðið fagnar sigrinum og EM-sætinu sem nú er nánast …
Íslenska liðið fagnar sigrinum og EM-sætinu sem nú er nánast í höfn. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Það var hreint út sagt stórkostlegt að verða vitni að íslenskum sigri í Koparkassanum gegn Bretum í gær. Leikurinn vannst með tveimur stigum, 71:69, en þessi úrslit fleyta liðinu langleiðina í lokakeppni Evrópukeppninnar og það í fyrsta sinn í sögunni. Enda var fögnuðurinn eftir því í leikslok, algjörlega ósvikinn, en heimamenn voru sem steinrunnir. Ógleymanlegt augnablik.

Leikurinn sjálfur var magnaður. Strákarnir höfðu talað um að það gæti tekið tíma að komast í gang, hrista af sér stressið og slíkt enda kom það á daginn. Liðið var á hælunum fyrstu tvo leikhlutana og var tíu stigum undir í hálfleik, 38:28. Eftir hlé var allt annað uppi á teningnum, liðið spilaði með bullandi sjálfstrausti og þar var Jón Arnór Stefánsson fremstur í flokki með 23 stig og gríðarlega varnarvinnu.

Sjá umfjöllun Andra Yrkils frá London í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert