Hlynur: Vona að þetta sé bara snúningur

Hlynur Bæringsson meiddist í leiknum í gærkvöld.
Hlynur Bæringsson meiddist í leiknum í gærkvöld. mbl.is/Eva Björk

„Ég komst upp á aðra löppina til að fagna, en það var svolítið erfitt,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn sögulega á Bretum. Hlynur var magnaður í leiknum en fór sárþjáður af velli undir lokin eftir að hafa snúið sig á ökkla.

„Þetta er versti snúningur sem ég hef lent í en ég vona að þetta sé bara snúningur,“sagði Hlynur, sem var þó vitanlega í skýjunum með úrslitin og frammistöðuna.

„Ég vissi að við yrðum í smábasli í fyrri hálfleik með spennustigið, en svo sáum við það í augunum á þeim í seinni þegar þeir misstu trúna. Þá leið okkur betur og það var gaman að sjá þá brotna.“

Sjá nánari umfjöllun um landsleikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert