Haukur: Erfitt að meta áhrifin af fjarveru Telekovic

Framtíðarkjarni íslenska landsliðsins ef fram heldur sem horfir. Frá vinstri: …
Framtíðarkjarni íslenska landsliðsins ef fram heldur sem horfir. Frá vinstri: Elvar Friðriksson, Martin Hermannsson og Haukur Helgi Pálsson. mbl.is/Golli

Haukur Helgi Pálsson verður í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu þegar það tekur á móti Bosníu í síðasta leik sínum í undankeppni EM í körfuknattleik í Laugardalshöll klukkan 19:30. 

Í fyrri leiknum gegn Bosníu sem tapaðist með tíu stiga mun lenti Haukur snemma í villuvandræðum og meiddist auk lítillega í leiknum. Hann ætlar sér að leggja meira af mörkum í kvöld en þá ræðst hvort Ísland kemst í lokakeppni stórmóts í körfuknattleik í fyrsta skipti. 

„Í fyrri leiknum voru stuðningsmenn þeirra frábærir en mér skilst að það sé uppselt í Laugardalshöllina. Vonandi mun því stuðningur áhorfenda nýtast okkur að þessu sinni. Við gáfumst aldrei upp á móti þeim úti og náðum að saxa á forskot þeirra þegar á leið leikinn. Nú er Jón Arnór með okkur og vonandi verð ég ekki í villuvandræðum eða meiddur. Þetta verður gaman,“ sagði Haukur og glotti þegar mbl.is ræddi við hann á landsliðsæfingu í Höllinni í gær. 

Nokkuð hefur verið um það ritað að Mirza Telekovic dró sig út úr leikmannahópi Bosníu en Telekovic leikur með Brooklyn Nets í NBA-deildinni og raðaði körfum á íslenska liðið úti í Bosníu. „Margir hafa verið uppteknir af þessari staðreynd. Ég veit eiginlega ekki hvort það sé betra eða verra fyrir okkur að hann sé ekki með því þeir spila þá kannski betur sem lið í stað þess að treysta um of á einn leikmann. Hann setti einhver 29 stig á okkur og var aðalmaðurinn í fyrri leiknum. Þetta kemur bara í ljós og veltur einnig á því hvernig við spilum,“ sagði Haukur Helgi í samtali við mbl.is 

Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson tók þátt í æfingunni í gær.
Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson tók þátt í æfingunni í gær. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Haukur Helgi ásamt miðherjanum Ragnari Nathanaelssyni.
Haukur Helgi ásamt miðherjanum Ragnari Nathanaelssyni. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert