Stefnan sett á sigur

Craig Pedersen og Finnur Ingi Stefánsson fara yfir málin á …
Craig Pedersen og Finnur Ingi Stefánsson fara yfir málin á æfingu landsliðsins í gær. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við höfum rætt stöðu okkar og möguleika varðandi lokakeppnina og niðurstaðan er sú að við verðum sjálfir að klára dæmið. Við getum ekki treyst á að önnur lið hjálpi okkur. Við mætum til leiks gegn Bosníu með það fyrir augum að vinna en ekki til þess að hanga í þeim og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Ef við vinnum þá erum við öruggir áfram og við sækjumst eftir því. Það yrði besta niðurstaðan og markmiðið er að ná því,“ sagði landsliðsþjálfari karla í körfuknattleik, Craig Pedersen, í samtali við Morgunblaðið á landsliðsæfingu í gær.

Kanadamaðurinn tók við landsliðinu í vor og stýrir liðinu í kvöld þegar úr því fæst skorið hvort íslenska landsliðið kemst á stórmót í körfuknattleik í fyrsta skipti. Pedersen hefur byggt ofan á það starf sem Svíinn Peter Öqvist vann síðustu árin og liðið hefur leikið afar vel í sumar þrátt fyrir ýmis forföll. Jakob Örn Sigurðarson hefur til að mynda ekkert leikið og sjálfur Jón Arnór Stefánsson missti af tveimur leikjum. Pedersen er hóflega bjartsýnn á að hægt sé að leggja Bosníu að velli.

Sjá fleiri viðtöl við leikmenn landsliðsins í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert