Ánægð með niðurstöðuna

Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. mbl.is/Ómar

„Það hafa mörg lið víðs vegar að úr Evrópu verið í sambandi við mig en þegar þetta kom upp í síðustu viku leist mér strax mjög vel á það og ég er ánægð að við náðum að ganga frá því fljótt,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hún er á leið til pólska félagsins CCC Polkowice og hefur skrifað undir eins árs samning við félagið.

Helena lék með Miskolc frá Ungverjalandi síðasta vetur og þar áður með liði Good Angels frá Slóvakíu. Þá mætti hún meðal annars pólska liðinu í Evrópukeppninni og rennir því ekki alveg blint í sjóinn þótt hún hafi ekki enn farið út og skoðað aðstæður.

„Þetta hefur verið toppfélag í Póllandi síðustu ár. Ég talaði við stelpu sem var þarna en félagið er þekkt fyrir að standa við sitt svo ég treysti því orðspori sem því fylgir. Ég spilaði við þær nokkrum sinnum í Evrópukeppninni þegar ég var í Slóvakíu og tapaði einmitt fyrir þeim þá í leik um þriðja sætið,“ sagði Helena.

Sjá allt viðtalið við Helenu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert