Þjóðhátíð hjá Finnum eftir sigurinn á Úkraínu

Shawn Huff er hér með boltann í leiknum í gær …
Shawn Huff er hér með boltann í leiknum í gær en hann var stigahæstur gegn Úkraínu með 23 stig. AFP

Finnar eru í skýjunum eftir að hafa unnið fimm stiga sigur á Úkraínu, 81:76, í æsispennandi leik á HM í körfuknattleik karla á Spáni í gær.

Finnar steinlágu gegn stjörnum prýddu liði Bandaríkjanna í fyrsta leik, 114:55, en sigurinn í gær veitir þeim góða von um að komast áfram úr C-riðli. Eins og sjá má á myndbandi hér að neðan fögnuðu Finnar vel eftir sigur sinna manna í Bilbao í gær, nánast eins og að titillinn væri kominn í hús.

Heimamenn hafa farið vel af stað og unnið báða sína leiki af miklu öryggi, gegn Íran og Egyptalandi. Þeir eru efstir í A-riðli ásamt Brasilíu sem vann Íran í gær og Frakkland í fyrsta leik, 65:63.

Sex lið leika í hverjum riðli á HM og komast fjögur í hverjum þeirra áfram í 16-liða úrslit. Tveimur umferðum er nú lokið í hverjum riðli og hafa úrslit verið sem hér segir:

A-riðill:
Egyptaland - Serbía, 64:85
Frakkland - Brasilía, 63:65
Íran - Spánn, 60:90
Serbía - Frakkland, 73:74
Brasilía - Íran, 79:50
Spánn - Egyptaland, 91:54

B-riðill:
Króatía - Filippseyjar, 81:78
Púertó Ríkó - Argentína, 75:98
Grikkland - Senegal, 87:64
Argentína - Króatía, 85:90
Senegal - Púertó Ríkó, 82:75
Filippseyjar - Grikkland, 82:70

C-riðill:
Úkraína - Dóminíska lýðveldið, 72:62
Nýja-Sjáland - Tyrkland, 73:76
Bandaríkin - Finnland, 114:55
Dóminíska lýðveldið - Nýja-Sjáland, 76:63
Finnland - Úkraína, 81:76
Tyrkland - Bandaríkin, 77:98

D-riðill:
Angóla - Suður-Kórea, 80:69
Ástralía - Slóvenía, 80:90
Mexíkó - Litháen, 74:87
Suður-Kórea - Ástralía, 55:89
Slóvenía - Mexíkó, 89:68
Litháen - Angóla, 75:62

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert