Safnað fyrir EM

Hörður Axel Vilhjálmsson, Martin Hermannsson, og Pavel Ermolinskij eru í …
Hörður Axel Vilhjálmsson, Martin Hermannsson, og Pavel Ermolinskij eru í íslenska landsliðinu í körfubolta. mbl.is/Eva Björk

Körfuknattleikssamband Íslands gerir ráð fyrir miklum kostnaði við þátttöku Íslands í Evrópukeppninni í körfubolta í september á næsta ári. Fyrrverandi körfuknattleikskappar hafa sett af stað söfnun þar sem þeir ætla sér að ná inn 6-7 milljónum króna, til styrktar verkefninu.

Þeir hafa einsett sér að safna þessu fé á næstu 10 mánuðum með því að leita til körfuboltafjölskyldunnar, eins og það er orðað.

Biðlað er til fólks að styrkja KKÍ um 2.000 - 5.000 krónur á mánuði næstu 10 mánuðina til að safna því fé sem vantar. Ákveðið var að leita ekki til fyrirtækja til að trufla ekki fjáröflun félaganna, en föst framlög frá fyrirtækjum séu þó vitanlega vel þegin.

Nánari upplýsingar um körfuboltafjölskylduna má finna á vef KKÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert