Haukur slitu sig frá Fjölni í þriðja leikhluta

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka. mbl.is/KRISTINN INGVARSSON

Í kvöld áttust við á Ásvöllum Haukar og Fjölnir í Domino‘s-deild karla í körfuknattleik þar sem Haukar sigruðu 87:76.

Mikilvægi leiksins var nokkuð fyrir bæði lið; Haukarnir voru taplausir fyrir hann á meðan Fjölnir leitaði að sínum fyrsta sigri. Haukar voru lengi í gang, jafnræði var með liðinum í fyrri hálfleik þar sem stórir menn liðanna áttu hæstu raddirnar. Fjölnismönnum gekk vel að halda aftur af skotmönnum eins og Óskari, Kára og Kristni í fyrri hálfleik en það opnaðist fyrir gáttirnar í þeim síðari.

Í þriðja leikhluta fór að skilja á með liðunum; Haukarnir hertu verulega vörnina og þar sem Fjölnir eru afar fáliðaðir í sókninni þá hrundi leikur liðsins á aðeins nokkrum mínútum þegar skotmenn Hauka hrukku í gang. Góð hittni Hauka hélst í hendur við ákafari varnarleik og leikmenn liðsins sýndu gestunum, svo ekki fór á milli mála, hvort liðið væri betra. Þriðji hlutinn var nóg til að útkljá úrslit leiksins; Fjölnir skoraði aðeins 14 stig á þessum mínútum gegn 28 stigum Hauka. Fjórði leikhluti var aðeins ílangur eftirmáli sem skipti úrslit leiksins engu máli.

Hjá Haukum var Alex Francis góður en Kristinn og Kári voru mjög öflugir og gerðu mikið til að klára Fjölnismennina í þriðja hlutanum. Hjá Fjölni var Ólafur Torfa, Arnþór og Sims skástir í annars löku liði gestanna, sem átti enginn svör þegar Haukar náði áhlaupi sínu í þriðja hluta.

Fjölnir þurfa virkilega að finna sinn takt ef þeir ætla sér að sigra liðin í efri hlutanum.

Haukar - Fjölnir 87:76

Schenkerhöllin, Úrvalsdeild karla, 24. október 2014.

Gangur leiksins:: 6:7, 11:13, 13:18, 17:20, 22:24, 28:26, 32:28, 37:34, 42:39, 44:42, 54:44, 65:48, 72:54, 77:60, 80:67, 87:76.

Haukar: Alex Francis 23/15 fráköst/5 stolnir, Kári Jónsson 17, Kristinn Marinósson 14/6 fráköst, Helgi Björn Einarsson 8/5 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 7, Emil Barja 6/11 fráköst/9 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 5/9 fráköst, Haukur Óskarsson 5, Kristján Leifur Sverrisson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 21 í sókn.

Fjölnir: Daron Lee Sims 18/13 fráköst, Ólafur Torfason 14/9 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 14/6 fráköst, Róbert Sigurðsson 11, Valur Sigurðsson 10, Garðar Sveinbjörnsson 5/5 stolnir, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 4.

Fráköst: 23 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jón Guðmundsson, Georg Andersen, Hákon Hjartarson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert