Skaginn og Valur með sigra

Áskell Jónsson tryggði ÍA sigurinn í kvöld.
Áskell Jónsson tryggði ÍA sigurinn í kvöld. Ljósmynd/Jónas H. Ottósson

Skagamenn og Valsmenn unnu í kvöld góða sigra í 1. deild karla í körfuknattleik. ÍA lagði KFÍ í spennuleik á Ísafirði, 71:70, og Valur vann Hött á Hlíðarenda, 78:64. 

Áskell Jónsson skoraði sigurstig ÍA úr vítaskoti þegar fjórar sekúndur voru eftir fyrir vestan. Heimamenn áttu lokaskot leiksins en Nebojsa Knezevic hitti ekki körfu Skagamanna sem fögnuðu sigri.

Valsmenn eru þá komnir með 6 stig eftir fyrstu fjóra leiki sína og Skagamenn eru með 4 stig eftir þrjá leiki. Höttur tapaði hinsvegar sínum fyrsta leik og er með 6 stig eftir 4 leiki, eins og Valur, en Ísfirðingar, sem féllu úr úrvalsdeildinni í vor, hafa byrjað tímabilið illa og tapað fyrstu fjórum leikjum sínum.

Tölfræði leikjanna í kvöld:

KFÍ - ÍA 70:71

Ísafjörður, 1. deild karla, 24. október 2014.

Gangur leiksins:: 3:7, 10:10, 11:16, 15:20, 19:21, 23:28, 25:28, 27:34, 27:37, 34:41, 39:45, 45:50, 49:58, 57:65, 61:65, 70:71.

KFÍ: Nebojsa Knezevic 28/5 fráköst, Birgir Björn Pétursson 18/23 fráköst, Pance Ilievski 9, Jóhann Jakob Friðriksson 6/5 fráköst, Haukur Hreinsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 3, Björgvin Snævar Sigurðsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 15 í sókn.

ÍA: Áskell Jónsson 26/5 fráköst/5 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 19/6 fráköst, Lemuel Tode Doe 14, Birkir Guðjónsson 10/4 fráköst, Erlendur Þór Ottesen 2/5 fráköst.

Fráköst: 16 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Gunnlaugur Briem.

Valur - Höttur 78:64

Vodafonehöllin, 1. deild karla, 24. október 2014.

Gangur leiksins:: 4:2, 13:8, 15:12, 21:13, 28:17, 30:22, 39:26, 43:29, 43:34, 51:39, 58:39, 61:45, 68:49, 72:51, 74:62, 78:64.

Valur: Danero Thomas 19/6 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 15, Illugi Auðunsson 14/16 fráköst/5 varin skot, Kormákur Arthursson 9/4 fráköst, Þorbergur Ólafsson 8, Benedikt Blöndal 7, Þorgrímur Guðni Björnsson 6/4 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Höttur: Tobin Carberry 27/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 11/8 fráköst, Vidar Orn Hafsteinsson 11/4 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 8/9 fráköst, Nökkvi Jarl Óskarsson 3, Sigmar Hákonarson 2, Ragnar Gerald Albertsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: David Tomas Tomasson, Sigurbaldur Frimannsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert