Helena til bjargar í dísætum sigri

Helena Sverrisdóttir (fyrir miðju) hlustar á þjálfara sinn fara yfir …
Helena Sverrisdóttir (fyrir miðju) hlustar á þjálfara sinn fara yfir málin. Ljósmynd/basketligakobiet.pl

Helena Sverrisdóttir og stöllur í Polkowice unnu sigur í spennuþrungnum og framlengdum leik gegn Gorzów í pólsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag, 69:67.

Helena kom liði sínu í framlengingu með þriggja stiga skoti þegar 17 sekúndur voru til leiksloka, og jafnaði þar með metin í 58:58. Það reyndist heldur betur mikilvægt því Polkowice vann svo í framlengingunni, þar sem sigurkarfa liðsins kom á lokasekúndunni.

Helena skoraði sex stig í leiknum og tók heil átta fráköst auk þess að gefa eina stoðsendingu.

Með sigrinum komst Polkowice upp að hlið Gorzów en liðin eru í 3.-7. sæti með sex stig. Polkowice hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa og á leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert