Líður vel á vellinum

Jón Arnór Stefánsson (t.h.) kom til Unicaja nú í haust.
Jón Arnór Stefánsson (t.h.) kom til Unicaja nú í haust. mbl.is/Golli

Snjallasti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar, Jón Arnór Stefánsson, hafði sem kunnugt er vistaskipti í haust og færði sig til á Spáni.

Jón fór frá Zaragoza til Málaga og leikur nú með einu allra sterkasta liði spænsku deildarinnar Unicaja Baloncesto Málaga. Liðið tekur þátt í Meistaradeild Evrópu eða Euroleague og telst væntanlega til tíu bestu félagsliða í Evrópu.

Jón var hinn rólegasti í sumar og beið yfirvegaður eftir rétta tilboðinu. Hann samdi ekki við Málaga fyrr en viku fyrir fyrsta leik tímabilsins. Þrátt fyrir að koma seint til félagsins hefur hann engu að síður stimplað sig strax inn í liðið og undirstrikar þar með enn og aftur hversu framarlega hann stendur í sinni íþrótt.

Sjá viðtal við Jón Arnór í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins sem út kom í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert