Njarðvík sigldi uppfyrir Snæfell

Ragnar Helgi Friðriksson úr Njarðvík með boltann í leiknum í …
Ragnar Helgi Friðriksson úr Njarðvík með boltann í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvíkingar unnu all öruggan sigur á Snæfelli, 98:83, þegar liðin mættust í Dominos-deild karla í körfuknattleik í Njarðvík í kvöld. Þau voru jöfn að stigum fyrir leikinn en Njarðvík er nú með 8 stig og Snæfell 6 að loknum sjö leikjum.

Snæfell var yfir, 26:16, eftir fyrsta leikhluta en Njarðvík sneri því við og var yfir í hálfleik, 49:45. Njarðvíkingar gáfu í og staðan var 77:59 eftir þriðja leikhluta en Hólmarar söxuðu aðeins á forskotið á lokasprettinum.

Dustin Salisbery skoraði 24 stig fyrir Njarðvík, Mirko Stefán Virijevic 21 og Logi Gunnarsson 20 en Chris Woods og Sigurður Þorvaldsson gerðu 21 stig hvor fyrir Snæfell.

Gangur leiksins: 3:2, 7:8, 11:17, 16:26, 23:28, 32:33, 42:37, 49:43, 57:47, 69:49, 75:58, 77:59, 79:65, 85:73, 87:81, 98:83.

Njarðvík: Dustin Salisbery 24/7 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 21/15 fráköst, Logi Gunnarsson 20/5 fráköst/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 12, Hjörtur Hrafn Einarsson 12/4 fráköst, Ágúst Orrason 5, Ólafur Aron Ingvason 2/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 2.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Snæfell: Christopher Woods 21/9 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/8 fráköst, Austin Magnus Bracey 16/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 10/10 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 10/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Jón Bender, Davíð Kristján Hreiðarsson, Georg Andersen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert