Hamarsmenn með bestu stöðuna

Hamarsmenn unnu á Akureyri í kvöld.
Hamarsmenn unnu á Akureyri í kvöld. Ljósmynd/hamarsport.is

Hamarsmenn úr Hveragerði standa best allra að vígi í 1. deild karla í körfuknattleik eftir að þeir sigruðu Þórsara á Akureyri í kvöld, 81:72.

Hamar er með 10 stig eftir 6 leiki en Höttur er með 10 stig eftr 7 leiki. Þórsarar eru hinsvegar enn án stiga og hafa tapað fyrstu sex leikjum sínum í deildinni.

Gangur leiksins: 5:2, 8:7, 11:13, 11:17, 15:21, 24:31, 24:36, 28:45, 31:51, 35:55, 40:60, 50:64, 58:67, 61:71, 69:77, 72:81.

Þór Ak.: Elías Kristjánsson 21/7 fráköst/5 stoðsendingar, Frisco Sandidge 15/9 fráköst, Vic Ian Damasin 11, Einar Ómar Eyjólfsson 11/10 fráköst, Bergur Sverrisson 6, Jón Ágúst Eyjólfsson 4, Arnór Jónsson 4.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

Hamar: Julian Nelson 19/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 18, Þorsteinn Gunnlaugsson 13/10 fráköst, Bjartmar Halldórsson 9, Halldór Gunnar Jónsson 9/5 fráköst, Sigurður Orri Hafþórsson 5, Örn Sigurðarson 3/11 fráköst, Hjalti Ásberg Þorleifsson 2, Bjarni Rúnar Lárusson 2, Birgir Þór Sverrisson 1.

Fráköst: 24 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Jakob Árni Ísleifsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert