Helgi segir þjálfaraferlinum vera lokið

Helgi Jónas Guðfinnsson
Helgi Jónas Guðfinnsson Morgunblaðið/Eggert

Helgi Jónas Guðfinnsson, fráfarandi þjálfari Keflavíkur í Dominos-deildinni í körfuknattleik, segist í samtali við Fréttablaðið í dag vera hættur þjálfun meistaraflokks fyrir fullt og allt. 

Helgi neyddist til að draga sig í hlé á dögunum vegna hjartsláttatruflana eins og fram hefur komið. Helgi var á sínu fyrsta tímabili með Keflavík en hafði áður gert uppeldisfélag sitt Grindavík að Íslandsmeisturum. 

„Ég fékk góða skoðun hjá lækninum en þetta var viðvörun fyrir mig. Læknirinn sagði að ég réði því hvað ég gerði við þessa viðvörun. Það lá fyrir að ég yrði að fækka við mig verkefnum og þar af hætta að þjálfa Keflavík. Þar með er þessum kafla í mínu lífi lokið. Ég mun aldrei þjálfa körfuboltalið aftur. Ég hef ekki áhuga á því að setja mig í þessa aðstöðu aftur,“ er meðal annars haft eftir Helga í Fréttablaðinu í dag.

Helgi Jónas er 38 ára gamall og var á sínum tíma á meðal snjöllustu leikmanna þjóðarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert