KR stakk af í öðrum leikhluta

Pavel Ermolinskij
Pavel Ermolinskij mbl.is/Ómar

Topplið KR vann auðveldan sigur á  botnliði Skallagríms, 113:82,  í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Borgarnesi í kvöld.

KR-ingar eru efstir með fullt hús stiga, 16 eftir 8 leiki, en Skallagrímur situr sem fyrr á botninum með 2 stig.

Eftir fyrsta leikhluta var þó allt í járnum og staðan 24:27 fyrir KR eftir tvísýnan slag. Tracy Smith var með 12 stig fyrir Skallagrím en Michael Craion og Darri Hilmarsson 9 hvor fyrir KR.

Í öðrum leikhluta opinberaðist hinsvegar munurinn á liðunum og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 37:64 fyrir KR. Meistararnir skoruðu 37 stig gegn 13 í leikhlutanum og úrslitin nánast ráðin. Michael Craion er með 13 stig fyrir KR og Helgi Már Magnússon 12, og þá er Pavel Ermolinskij kominn með 11 stoðsendingar í einum hálfleik!

Heimamenn áttu að vonum enga möguleika eftir það og KR sigldi þægilegum sigri í hús. Pavel endaði með þrefalda tvennu, 15 stig, 12 fráköst og 16 stoðsendingar.

Gangur leiksins: 6:7, 14:15, 18:21, 24:27, 28:35, 34:43, 36:54, 37:64, 47:68, 52:72, 58:79, 62:84, 67:91, 71:100, 78:109, 82:113.

Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Tracy Smith Jr. 20/11 fráköst, Davíð Ásgeirsson 19, Daði Berg Grétarsson 7, Einar Ólafsson 4, Páll Axel Vilbergsson 4/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 3.

Fráköst: 19 í vörn, 7 í sókn.

KR: Michael Craion 27/9 fráköst, Björn Kristjánsson 20, Darri Hilmarsson 19/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/12 fráköst/16 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 7, Finnur Atli Magnússon 5, Jón Hrafn Baldvinsson 2, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Högni Fjalarsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Bender, Hákon Hjartarson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert