Hamar og Höttur á toppnum

Hamarsmenn hafa unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum.
Hamarsmenn hafa unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum. Ljósmynd/hamarsport.is

Hamar og Höttur héldu áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld og eru áfram jöfn og efst á toppi deildarinnar með 12 stig hvort. Hamar hefur leikið sjö leiki en Hattarmenn átta.

Hamarsmenn tóku á móti KFÍ frá Ísafirði og unnu stórsigur, 110:82. Höttur fékk Skagamenn í heimsókn austur í Egilsstaði og sigruðu líka örugglega, 101:80.

FSu er í þriðja sæti eftir sigur á Þór frá Akureyri, 80:71, á Selfossi og Valsmenn eru í fjórða sæti eftir sigur á Breiðabliki að Hlíðarenda, 73:71. Blikar og Skagamenn eru með 6 stig í 5. og 6. sætinu, KFÍ er með 4 stig í sjöunda sæti og Þórsarar reka lestina sem fyrr, án stiga.

Stigahæsti leikmaður kvöldsins var íslenskur og í tapliði en Fannar Freyr Helgason skoraði 36 stig fyrir Skagamenn á Egilsstöðum.

Tölfræði leikjanna:

Höttur - ÍA 101:80

Egilsstaðir, 1. deild karla, 28. nóvember 2014.

Gangur leiksins: 9:2, 14:8, 17:16, 27:16, 36:24, 41:29, 50:38, 54:47, 60:47, 68:54, 73:54, 78:56, 88:62, 92:71, 96:75, 101:80.

Höttur: Tobin Carberry 31/12 fráköst/6 stoðsendingar, Vidar Orn Hafsteinsson 22, Hreinn Gunnar Birgisson 18/8 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 10, Sigmar Hákonarson 7, Nökkvi Jarl Óskarsson 6, Einar Bjarni Hermannsson 3, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 2/6 fráköst, Ásmundur Hrafn Magnússon 2.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

ÍA: Fannar Freyr Helgason 36/9 fráköst, Zachary Jamarco Warren 24/6 fráköst, Áskell Jónsson 10/5 fráköst, Ómar Örn Helgason 6/4 fráköst, Erlendur Þór Ottesen 4/6 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Georg Andersen, Gunnlaugur Briem.

FSu - Þór Ak. 80:71

Iða, 1. deild karla, 28. nóvember 2014.

Gangur leiksins: 4:2, 11:3, 16:5, 22:10, 33:25, 33:25, 36:26, 38:29, 43:33, 59:51, 59:51, 61:51, 65:53, 69:60, 73:63, 80:71.

FSu: Collin Anthony Pryor 15/18 fráköst/9 stoðsendingar, Maciej Klimaszewski 13/11 fráköst, Hlynur Hreinsson 12/5 stoðsendingar, Erlendur Ágúst Stefánsson 12, Birkir Víðisson 8, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Ari Gylfason 7, Þórarinn Friðriksson 5.

Fráköst: 30 í vörn, 6 í sókn.

Þór Ak.: Frisco Sandidge 20/12 fráköst/6 stoðsendingar, Vic Ian Damasin 17/4 fráköst, Elías Kristjánsson 15/8 fráköst, Einar Ómar Eyjólfsson 15, Arnór Jónsson 4.

Fráköst: 20 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Halldor Geir Jensson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Hamar - KFÍ 110:82

Hveragerði, 1. deild karla, 28. nóvember 2014.

Gangur leiksins:: 5:10, 12:16, 24:18, 30:24, 35:27, 41:32, 49:34,54:38, 64:41, 72:47, 78:52, 82:58, 84:66, 89:70, 100:72, 110:82.

Hamar: Julian Nelson 27/8 fráköst/5 stolnir, Þorsteinn Gunnlaugsson 27/15 fráköst, Snorri Þorvaldsson 16, Bjarni Rúnar Lárusson 11/4 fráköst, Halldór Gunnar Jónsson 9, Kristinn Ólafsson 6, Örn Sigurðarson 4/4 fráköst, Bjartmar Halldórsson 4, Birgir Þór Sverrisson 2/6 fráköst, Stefán Halldórsson 2, Sigurður Orri Hafþórsson 2.

Fráköst: 19 í vörn, 26 í sókn.

KFÍ: Nebojsa Knezevic 26/4 fráköst, Birgir Björn Pétursson 16/9 fráköst, Florijan Jovanov 11/6 fráköst, Pance Ilievski 9, Jóhann Jakob Friðriksson 8, Stefán Diegó Garcia 7/6 fráköst, Óskar Kristjánsson 3, Haukur Hreinsson 2.

Fráköst: 18 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Valur - Breiðablik 73:71 

Vodafonehöllin, 1. deild karla, 28. nóvember 2014.

Gangur leiksins: 0:4, 2:12, 6:20, 12:22, 19:24, 24:29, 28:32, 33:39, 39:43, 44:46, 50:53, 55:53, 57:63, 65:63, 68:67, 73:71.

Valur: Danero Thomas 17/10 fráköst, Þorbergur Ólafsson 14, Illugi Auðunsson 12/15 fráköst/4 varin skot, Benedikt Blöndal 9/4 fráköst, Þorgrímur Guðni Björnsson 8/5 fráköst, Sigurður Rúnar Sigurðsson 4, Kormákur Arthursson 4, Jens Guðmundsson 3, Bjarni Geir Gunnarsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 18 í sókn.

Breiðablik: Halldór Halldórsson 20/4 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 12/11 fráköst, Nathen Garth 11/10 fráköst/6 stoðsendingar, Egill Vignisson 11/13 fráköst, Snorri Vignisson 9/8 fráköst, Ásgeir Nikulásson 7, Ívar Örn Hákonarson 1.

Fráköst: 33 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Sigurbaldur Frimannsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert